Skata
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 11:00

GSG: Á morgun Súpumót – 10. des Skötumót

Á morgun fer fram 12 holu Súpumót á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Veðurspáin er fín, þannig að það er um að gera að drífa fram golfsettin og skella sér í frábært mót í Sandgerði. Eins og heiti mótsins ber með sér er súpa innifalin í þátttökugjaldi, sem er kr. 2000,-  Það má skrá sig á mótið með því að smella HÉR:

Þann 10. desember n.k. er hins vegar fyrirhugað að halda Skötumót í Sandgerði. Um hefðbundið golfmót verður að ræða, svo framarlega sem veður leyfir og verður það auglýst síðar. Þar á eftir er boðið upp á ýmsar kræsingar.  Á boðstólum verður verulega kæst, vestfirsk Skata og fyrir matgikki siginn fiskur eða plokkfiskur ásamt meðlæti.  Þeir sem ekki vilja spila golf geta engu að síður mætt og fengið sér skötu og með því. Takið daginn frá og mætið á Skötumót í Sandgerði!