Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 12:15

GSG: Öldungamót og 35+ í Sandgerði n.k. þriðjudag 1. maí 2012

Næstkomandi þriðjudag fer fram öldungamót, sem jafnframt er mót fyrir 35+ á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.

Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fogjöf.

Veitt eru verðlaun í höggleik án forgjafar og 1.-3. sæti í punktakeppni með forgjöf.  Nándarverðlaun verða veitt á 2. og 15. braut.

Keppt er í eftirfarandi flokkum:
Flokkur Karla 35-54 ára  keppir á gulum teigum
Flokkur Karla 55-69 ára  keppir  á gulum teigum
Flokkur Karla 70 + keppir á rauðum teigum
1 kvennaflokkur verður og keppa konurnar á rauðum teigum

Ef færri en 15 eru í flokki áskilur mótanefnd sér rétt til að sameina flokka.

Nú er um að gera að taka 1. maí frá og fylkja liði í Sandgerði á stórskemmtilegan Kirkjubólsvöll!