Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 08:00

GSF: Jóhann Stefánsson og Þorsteinn Arason sigruðu á Sjómannadagsmótinu

Í gær, 10. júní,  fór fram Sjómannadagsmót GSF og Marports, en mótið er hluti af Austurlandsmótaröðinni 2017 ,sem er samstarfsverkefni GBE, GFH, GKF, GSF og GN.

Mótið er haldið til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra.

Veitt voru þrenn verðlaun í punktakeppni og ein verðlaun í höggleik og gat sami aðili ekki unnið bæði punkta- og höggleik.

Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 7. og 16. braut og nándarverðlaun á 9. og 18. holu.

Félagar í GSF kepptu ennfremur um Marportsbikarinn (punktakeppni).  Alls voru þátttakendur í Marsportsmótinu 45 þar af 2 kvenkylfingar.

Úrslit urðu þau að í höggleiknum sigraði Jóhann Stefánsson, GSF, en hann lék heimavöllinn, Hagavöll á 78 höggum – fékk 10 pör og 8 skolla.

Efstu 3 sæti í punktakeppninni voru eftirfarandi: 

1 Þorsteinn Arason GSF 21 F 17 19 36 36 36
2 Jóhann Stefánsson GSF 8 F 18 18 36 36 36
3 Árni Friðriksson GFH 24 F 17 18 35 35 35