Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 16:00

GSE: Árshátíð Golfklúbbsins Setberg verður haldin 16. mars n.k. – Takið daginn frá!!!

Á heimasvæði GSE á golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning:

„Árshátíð Golfklúbbsins Setbergs verður haldin föstudaginn 16. mars n.k.

Partýið verður haldið á 2. hæð Fjörukráarinnar og hefst klukkan 21:00.

Miðaverð kr. 1.000. Athugið að klúbburinn verður ekki með posa á staðnum.

Hljómsveitin Dvalasystur leikur undir dansi.

Árshátíðarnefndin, þau Jana, Kalli, Binni og Árni verða að sjálfsögðu með stórkostleg skemmtiatriði. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim á æfingum síðustu daga. Binni spilar á nikkuna, Jana verður með golfkennslu, Árni reynir að láta Binna hætta spila á nikkuna og Kalli norski syngur eitthvað gott norskt lag sem er að sjálfsögðu grín þar sem það er ekki til gott norskt lag.“