GS: Sigurpáll ráðinn íþróttastjóri
Stjórn GS hefur samið við Sigurpál Geir Sveinsson um starf íþróttastjóra Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurpáll mun hefja störf á næstunni og frá og með mánaðarmótum janúar/febrúar vera kominn í fullt starf hjá Golfklúbbnum.
Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum. GS-ingar sjá fyrir sér að efla afreksstarfið til muna sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum.
Sigurpáll er menntaður PGA-kennari og hefur lengi verið áberandi í golfheiminum, bæði sem keppandi og golfkennari. Hann er þrefaldur Íslandsmeistari og var einn af okkar fremstu kylfingum um árabil. Sigurpáll hefur unnið sem golfkennari í 10 ár og náð góðum árangri með börn, unglinga, afreksfólk og ekki síst hinn almenna kylfing.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
