Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 09:45

GS: Oddgeir fór holu í höggi!!!

Á heimasíðu GS má finna eftirfarandi frábæra frétt:

Helgin var óvenju erilsöm hjá GS miðað við að með réttu ætti að vera kominn vetur. Vel sótt mót á laugardeginum var ekki það eina, auk þess var opið fyrir rástímaskráningu á sunnudeginum og leikið inná sumarflatir. Nánast allir rástímar voru bókaðir enda margir orðnir ansi golfhungraðir.

Hola í höggi þann 16. nóvember

Meðal kylfinga í dag voru þeir bræður Oddgeir og Þórður Karlssynir. Oddgeir gerði sér lítið fyrir og lék 16. holuna á einu höggi, hola í höggi.“

Golf 1 óskar Oddgeiri innilega til hamingju með draumahöggið!