Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 18:00

GS: Logi Sigurðsson 15 ára með ás!!!

Logi Sigurðsson, GS, 15 ára, fékk ás á Hólmsvelli í Leiru á 12. Þ-mótinu, en Þ-mót eru innanfélagsmót GS, en mótið fór fram þriðjudaginn sl. 22. ágúst 2017.

Logi fékk ásinn á par-3, 16. braut, sem er 121 meter af gulum.

Logi varð annars í 2. sæti í mótinu – lauk keppni á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk auk ássins, 2 fugla og 6 skolla. Sigurvegari mótsins varð klúbbmeistari GS 2017, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.

Fyrir Þ-mótið var Logi með 9.8 í forgjöf en með hringnum glæsilega er forgjöf hans nú 8,2.

Óhætt er að segja að mikil golfgen séu í ætt Loga en faðir hans Sigurður Sigurðsson varð Íslandsmeistari í höggleik 1988 og afi hans Sigurður Albertsson, hefir oftsinnis orðið Íslandsmeistari öldunga.

Golf 1 óskar Loga til hamingju með flotta draumahöggið!!!