Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2011 | 17:30

GS: Halldór X. og Sigurður Ómar sigruðu á Hólmsvelli

 

Í dag fór fram á Hólmsvelli í Leiru Vetrarmót GS.  Þátttakendur voru 99, þar af 3 konur.  Allir voru ræstir út samtímis kl. 10:30 og var fólk almennt ánægt með að geta spilað golf um miðjan nóvember. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 3 sæti í punktakeppni með forgjöf og efsta sætið í höggleik án forgjafar þ.e. fyrir besta skor. Úrslit dagsins urðu eftirfarandi:

Punktakeppni: 

1 Sigurður Ómar Ólafsson GKG 17 F 23 19 42 42 42
2 Einar Vignir Hansson GKG 19 F 19 22 41 41 41
3 Snorri Jónas Snorrason GVS 12 F 19 21 40 40 40
4 Halldór X Halldórsson GKB 2 F 21 19 40 40 40
5 Rúnar Már Jónatansson GR 15 F 22 18 40 40 40

Höggleikur: 

1 Halldór X Halldórsson GKB 2 F 34 36 70 -2 70 70 -2
2 Sigurbjörn Þorgeirsson 0 F 36 36 72 0 72 72 0
3 Björgvin Sigmundsson GS 1 F 40 35 75 3 75 75 3
4 Örn Tryggvi Gíslason GK 5 F 38 37 75 3 75 75 3
5 Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 5 F 41 36 77 5 77 77 5