Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 18:30

GS: Guðmundur Rúnar á 68 höggum – Kristján VK Hjelm m/ 43 pkt. á haustmóti 2!!!

Alls tóku 59 þátt í Opna haustmóti GS sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru s.l. laugardag 22. október 2016. Fínasta veður var og völlurinn í ágætis standi.

Úrslit:

1. sæti punktar: Kristján Valtýr K Hjelm, GS, 43 punktar
2. sæti punktar: Óskar Halldórsson, GS, 38 punktar (18 punktar á seinni níu)
3. sæti punktar: Gunnar Páll Þórisson, GKG, 38 punktar (17 punktar á seinni níu)
56. sæti punktar: Kjartan H Bjarnason, GKG, 25 punktar

Sigurvegari í höggleik: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, 68 högg

Næstur holu á 16.: Heimir Hjartarson, 1,53m
Næstur hölu í þremur höggum á 18.: Jóhannes Ellertsson, 71cm