Greg Norman telur að hann gæti hafa sigrað Tiger
Greg Norman telur að ef hann og Tiger gætu hafa keppt jafngamlir þá myndi hann hafa unnið.
Í löngu viðtali á Golf.com, segir Norman að bestu kylfingar allra tíma í golfinu (ens. all time greats) myndu hafa átt í erfiðleikum með hann, þ.á.m. Tiger Woods.
Grípum niður í viðtalið:
Mikið af fólki spyr hvernig ég myndi hafa staðið mig gegn bestu kylfingum dagsins í dag, ef ég hefði haft sama nútíma golfútbúnað og þeir nota. Hlustið nú á, þetta snýst ekki um útbúnaðinn. Sigur snýst um það sem ykkur býr í hjarta og líka það sem er í hausnum á ykkur. Útbúnaðurinn segir til um hvernig þið spilið á hverjum tíma en líkamlegu og andlegu hæfileikarnir eru þeir sömu. Og ég hafði þá. Ég var aldrei hræddur við neitt eða neina á vellinum og ég var ekki eld að hræddur um að mér myndi mistakast. Þannig að mér myndi ganga vel gegn Snead, Hogan, Tiger og Phil — hverjum sem er. Tiger er erfiður viðfangs, en ég var erfiður viðfangs á golfvellinum líka. Ég myndi líklega hafa unnið hann.
Norman, sem nú er 58, er e.t.v. óhræddur á golfvellinum, en hann er einkum þekktur, hvort sem það er nú rétt eða rangt fyrir að mistakast í risamótum. Hann á aðeins tvo Grand Slam sigra í beltinu, báða á Opna breska en t.a.m. ófarir hans í Masters mótinu eru orðnar goðsagnakenndar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
