Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 13:00

Greg Norman segir Tiger of gamlan fyrir endurkomu! – Myndskeið

Hvíti hákarlinn, Greg Norman telur Tiger Woods of gamlan fyrir einhverja glæsiendurkomu.

Hann sé að keppa við menn sem séu helmingi yngri en hann og hann verði bara að fara að gera sér grein fyrir því.

Jafnframt eigi hann mörg ár framundan og verði að finna eitthvað annað til að dunda sér við ….

…. sem Norman segir að Tiger hafi nú þegar, en Tiger fæst m.a. við golfvallarhönnun og rekstur veitingastaða.

Hér má sjá myndskeið með viðtal við Greg Norman þar sem ofangreind skoðun hans kemur fram  SMELLIÐ HÉR: