Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2014 | 10:00

Greg Norman á bataleið eftir keðjusagarslys

Hvíti hákarlinn þ.e. Greg Norman lenti í keðjusagarslysi þegar hann hugðist saga niður tré í garði sínum.

Hann sagaði í vinstri handlegg sér og skemmdi m.a. taugar, en gekkst undir uppskurð til að lagfæra þær og tjasla handleggnum á sér saman aftur.

Í fréttatilkynningu á vefsíðu hans sagði: „Norman valdi að fara í uppskurð meðan hann lá á spítalanum til þess að láta laga nokkrar minniháttar skemmdir á taugum.  Sérfræðingurinn sem Norman var í meðhöndlun hjá sagði að hann myndi ekki hljóta langtíma, viðvarandi skemmdir á vinstri handlegg.“

Greg Norman

Greg Norman

Eftir skurðaðgerðina sneri Greg Norman heim til hvíldar og til þess að ná sér.  Hann sjálfur og læknarnir búast við að hann nái sér fljótt og snúi aftur að golfi og lífi sínu.“ 

Greg Norman vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Þakkir til allra fyrir áhyggjur þeirra og bataóskir. Ég hlakka til, til þess að fara út aftur til að saga niður þetta tré, eins og ég ætlaði að gera s.l. laugardag. Ekkert tré mun halda mér niðri.“

Í fréttatilkynningunni kom líka nánar fram hvernig slysið bar að.

Greg var að verja eftirmiðdeginum við að hreinsa til í garði sínum á Jupiter Island í Flórída, þegar stór grein kom óvænt í áttina að honum. Hann reyndi að grípa greinina en missti við það keðjusögina og greinin var svo þung að hún skellti handlegg Greg ofan á sögina, sem var sem betur fer farin að hægja á sér.“

Greg birti mynd af sér á Twitter og Instagram á laugardag þar sem hann lá á spítala að ná sér og sagðist slasaður en heppinn að vera enn með vinstri handlegg sinn.

Hvíti hákarlinn, Greg Norman, á sjúkrahúsi með handlegginn í fatla eftir að hafa sagað í sig.

Þegar unnið er með keðjusög ætti maður ALLTAF að vera viðbúinn því óviðbúna,“ skrifaði hann m.a.

„Ég var heppinn í dag. Slasaður en ekki bugaður. Er enn með vinstri handlegg.“

Greg birti líka síðar mynd af sér við tréð sem hann var að saga í, sem er hér að ofan.  Hann skrifaði m.a.: „Aldrei biðja neinn um að gera það sem hægt er að gera sjálfur. Elska að vinna!“

Greg Norman hefir tvívegis sigrað á Opna breska árin 1986 og 1993 og var líka 2 sinnum í 2. sæti á Opna bandaríska og sama á PGA Championship og síðan 3 sinnum í 2. sæti á The Masters risamótinu. Greg var 331 viku í 1. sæti heimslistans.