Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 07:30

Greg Chalmers sigurvegari Opna ástralska – Tiger í 3. sæti –

Það var Ástralinn Greg Chalmers, sem bar sigur úr býtum á Opna ástralska. Samtals spilaði Chalmers hringina 4 á -13 undir pari, samtals 275 höggum (67 72 67 69). Í 2. sæti varð landi hans John Senden aðeins höggi á eftir Chalmers.

Tiger Woods náði besta árangri sínum á árinu í golfinu og gaman að sjá hann hægt og sígandi vera að komast í sitt gamla form. Svona framhald lofar spennandi keppni um Forsetabikarinn. Segja má að arfaslakur 3. hringur í gær upp á 75 högg hafi kostað Tiger sigursætið, en aðeins munar 2 höggum á honum og Greg Chalmers sigurvegara mótsins. Tiger spilaði á samtals -11 undir pari, 277 höggum (68 67 75 67).

Fjórða sætinu deildu fimm góðir: Ástralarnir Geoff Ogilvy, Adam Scott, Jason Day og Nick O´Hern og Bandaríkjamaðurinn Nick Watney, allir á samtals -9 undir pari hver þ.e. 279 höggum samtals hver.

Til þess að sjá úrslit mótsins smellið HÉR: