
Greg Chalmers sigurvegari Opna ástralska – Tiger í 3. sæti –
Það var Ástralinn Greg Chalmers, sem bar sigur úr býtum á Opna ástralska. Samtals spilaði Chalmers hringina 4 á -13 undir pari, samtals 275 höggum (67 72 67 69). Í 2. sæti varð landi hans John Senden aðeins höggi á eftir Chalmers.
Tiger Woods náði besta árangri sínum á árinu í golfinu og gaman að sjá hann hægt og sígandi vera að komast í sitt gamla form. Svona framhald lofar spennandi keppni um Forsetabikarinn. Segja má að arfaslakur 3. hringur í gær upp á 75 högg hafi kostað Tiger sigursætið, en aðeins munar 2 höggum á honum og Greg Chalmers sigurvegara mótsins. Tiger spilaði á samtals -11 undir pari, 277 höggum (68 67 75 67).
Fjórða sætinu deildu fimm góðir: Ástralarnir Geoff Ogilvy, Adam Scott, Jason Day og Nick O´Hern og Bandaríkjamaðurinn Nick Watney, allir á samtals -9 undir pari hver þ.e. 279 höggum samtals hver.
Til þess að sjá úrslit mótsins smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023