Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2016 | 12:00

Green sem var með Ólafíu í ráshóp veðjaði við bróður sinn um að hún myndi sigra

Jaye Marie Green, frá Boca Raton, í Flórída setti niður um 20 feta pútt þ.e. 7. metra pútt á lokahringnum og tryggði sér þar með sigurinn í lokaúrtökumóti LPGA, á sigurskori upp á 13 undir pari, 347 högg (68 68 67 70 74 ), 1 höggi betur en Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir.
Á lokahringnum spilaði Green á 2 yfir pari, 74 höggum, stressið farið að segja til sín.

Ólafía Þórunn var þó sú eina í topp-4 á lokaúrtökumótinu, sem ekki var frá Bandaríkjunum en meðal efstu 20 eru stúlkur frá 13 þjóðríkjum þ.e. (Ísland, Bandaríkjunum, Kóreu, Taiwan, Danmörk, Kanada, Englandi, Spáni, Israel, Svíþjóð, Filippseyjum, Japan og Thailandi).

Fjórar unglingsstúlkur eru meðal þeirra sem náði inn á topp-20 en það eru Nasa Hataoka frá Japan, Maria Parra frá Spáni, Angel Yin frá Bandaríkjunum og Ssu Chia Chen frá Taiwan.

Jaye Marie Green skrifaði sig líkt og Ólafía Þórunn í sögubækurnar, því hún er sú fyrsta frá því að lokaúrtökumótið var flutt á Daytona Beach 1991 til að sigra tvívegis á lokaúrtökumótinu.

Hún sagði eftir að sigurinn var í höfn á lokaúrtökumótinu:
Mér líður virkilega vel varðandi það og vikum fyrir mótið var ég virkilega stressuð sem var skrítið. Ég var afslöppuð í þessari viku og mér fannst ég bara vera að halda áfram þar sem ég hafði skilið við frá því fyrir 3 árum.”

Jaye Maríe og Ólafía voru jafnar fyrir 18. holu og þar veðjaði Jay Marie við bróður sinn og kaddý, Matt, á braut. veðmálið var einfalt. Ef þeim tækist að ná fugli og ynnu myndi Jay Marie borga bróður sínum $1,000.

Ég vildi svo sannarlega vinna og ég held að það hafa verið gott markmið hjá mér,” sagði Green. „Ég spilaði ekki vel þannig að eiga þetta sigurpútt var frábært. Mér leið eins og krakka á púttflötinni og hugsaði um sigurpúttið og fékk þessa „oh my gosh-tilfinningu. Þegar ég sá púttið detta í miðja holu þá steytti ég hnefa sem ég geri aldrei. Mér finnst bróðir minn spenntari fyrir $1000 dollurunum heldur en að ég fari á LPGA.”

Jay Marie var í 112. sæti á peningalista LPGA og sagði að þetta gæfi henni endurnýjað sjálfstraust fyrir árið 2017

Ég fann ekki ástæðuna af hverju ég varð að fara aftur í Q-school. Ég vissi að ég varð að spila vel til að halda kortinu mínu og nú veit ég að ég get sett niður sigurpútt og það er margt jákvætt sem ég tek með mér úr mótinu. Nú veit ég að ég get spilað undir pressu. Þegar ég fer inn í næsta ár þá hef ég þessa reynslu sem ég get byggt á.”

Heimild: Af vefsíðu LPGA.