Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 15:00

Græni jakkinn

Það er þetta sem allt snýst um …. að geta klæðst græna jakkanum!

Græni jakkinn á upphaf sitt allt til fyrstu daga Masters mótsins, 1937, þar sem félagar Augusta National voru látnir klæðast grænum jökkum til þess að aðgreina þá frá öðrum sem voru á mótinu.

Frá árinu 1949  hefir sigurvegari Masters risamótsins fengið að klæðast græna jakkanum í 1 ár – að sigurárinu liðnu er hefð að skila jakkanum til klúbbsins, en þeir sem eru í Masters Champions hópnum þ.e. þeir sem hafa sigrað á Masters mótinu fá að klæðast jakka sínum aftur þegar þeir koma að Augusta National

Allir nema Gary Player gerðu það, þ.e. skiluðu græna jakkanum …. eftir að hann sigraði 1961 …. því 1962 vann Player aftur og fór aftur með græna jakkann.

Margir frægir atburðir hafa átt sér stað í kringum græna jakkann. T.a.m. muna flestir eftir því þegar Phil Mickelson keyrði í græna jakkanum í gegnum Crispy Cream kleinuhringjastaðinn í græna jakkaum; en hann var búinn að lofa krökkunum sínum kleinuhring ef hann sigraði á Masters og varð síðan kalt meðan beðið var eftir kleinuhringjunum í „drive-trough-inu“ þannig að Phil smellti sér í jakkann sinn.

Bubba Watson, sem klæðir nýjan sigurvegara í græna jakkann í kvöld sagðist lítið muna eftir fyrra skiptinu sem hann var klæddur í græna jakkann 2012; það eina sem hann mundi eftir var að tilfinningin var sú að hann langaði aldrei til að fara úr jakkanum aftur, sama hvernig jakkinn væri of stór eða of lítill.

Sandy Lyle fyrrum sigurvegari Masters sagði að með árunum hefði sér fundist græni jakkinn hans þrengjast.

Allir eru með einhverja sögur um jakka sína og er þetta æðsta markmið allra alvöru kylfinga að fá einu sinni að klæðast jakkanum græna.