Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 14:23

Graeme McDowell leiðir á Nedbank Golf Challenge eftir 2. dag

Graeme McDowell leiðir þegar Nedbank Golf Challenge, sem fram fer í Sun City í Suður-Afríku er hálfnað. Graeme kom inn á 67 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 137 höggum (70 67), eða -7 undir pari. Í 2. sæti eru Lee Westwood, Martin Kaymer, Jason Dufner og Robert Karlson, aðeins höggi á eftir McDowell.  6. sætinu deila KT Kim og Simon Dyson, á -4 undir pari hvor. Anders Hansen frá Danmörku er í 8. sæti, á -3 undir pari. Schwartzel átti afleitan dag, var á 74 höggum í dag og er dottinn úr forystusætinu, sem hann var í, í það 9. sem hann deilir með nr. 1 í heiminum, Luke Donald. Darren Clarke og Francesco Molinari reka síðan lestina en Molinari átti lakasta skor dagsins 77 högg.

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge eftir 2. dag smellið HÉR: