Graeme McDowell gefur 7 börnum ferð í Disney
Flestar af helstu stjörnum golfíþróttarinnar „gefa tilbaka“ til þeirra sem minna mega sín m.a. í gegnum góðgerðarstofnanir eða sjóði sem eru stofnaðir af þeim til að styrkja góð málefni.
Ein þessara stjarna er Norður-Írinn Graeme McDowell.
S.l. þriðjudag var 7 börnum, sem öll eru hjartasjúklingar á batavegi, ásamt fjölskyldum, alls 35 manns boðið af G Mac Foundation í skemmtiferð til Disney World í Orlandó, Flórída.
G Mac Foundation stóð að þessu í samvinnu við Aer Lingus (írskt flugfélag). Áður en farið var í loftið frá Dublin Airport til Orlando fengu krakkarnir að skoða fram í stjórnklefa til flugstjóranna og síðan kom G Mac sjálfur og kvaddi börnin og foreldra þeirra.
Sagt var að sjö brosandi barnsandlit hefðu síðan lent í Orlandó og ekki hefði gleðin minnkað í Disney skemmtigarðinum, en ferðin tókst einstaklega vel í alla staði.
Meðal þess sem G Mac sagði við blaðamenn var að foreldrarnir hefðu oft sofið á sjúkrahúsinu hjá veikum börnum sínum, meðan systkini voru eftir heima í veikindaferlinu. Ferðin þjónaði þeim tilgangi að sameina fjölskylduna aftur í skemmtiferð, eftir erfiða tíma.
„Það hefir verið stórt verkefni að setja þetta saman en með góðum styrk Aer Lingus og Crumlin Hospital var þetta hægt að fljúga með 7 frábærar fjölskyldur í draumaorlof til Orlando.“
„Þetta kostar stofnun mína ekki mikið sérstaklega þegar góður stuðningur Aer Lingus kemur til.“ sagði G Mac brosandi að lokum.
Hver segir að golf sé ekki spilað til góðs?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
