
GR: Theodór Ingi og Gylfi Aron sigruðu á Opnunarmóti Grafarholts í samvinnu við Didriksons – myndasería
Í dag fór fram glæsilegt Opnunarmót Grafarholts. Það verður að segjast eins og er að Grafarholtið kemur einstaklega vel undan vetri, brautir og flatir iðagrænar og fallegar. Grafarholtsvöllurinn er þar með opnaður með formlegum hætti. Það voru 175 skráðir til leiks og 172 luku keppni.
Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: OPNUNARMÓT GRAFARHOLTS 1. MAÍ 2012
Leikfyrirkomulag mótsins í dag var flokkaskipt punktakeppni þ.e. keppt var í 2 flokkum: fgj. 0- 8,4 og lægra og fgj. 8,5 og hærra og veitt þrenn verðlaun í hvorum flokki.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Forgjöf 0 – 8,4;
1. sæti: Theódór Ingi Gíslason, GR. 40 pkt. Hann hlaut DIDRIKSONS hlífðar/ regnjakka og buxur ásamt pólóbol og derhúfu að verðmæti um 50.000 kr.
2. sæti: Andri Jón Sigurbjörnsson, GR. 37 pkt. Hann hlaut í verðlaun DIDRIKSONS Golfbuxur og pólóbol að verðmæti um 20.000 kr.
3. sæti: Hjalti Atlason, GKB, 37 pkt. Hann hlaut í verðlaun DIDRIKSONS Golfbuxur að verðmæti 13.000 kr.
Forgjöf 8,5 – 36
1. sæti: Gylfi Aron Gylfason, GR, 42 pkt. Hann hlaut í verðlaun DIDRIKSONS hlífðar/ regnjakka og buxur ásamt pólóbol og derhúfu að verðmæti um 50.000 kr.
2. sæti: Guðjón Birgisson, GR, 39 pkt. Hann hlaut í verðlaun DIDRIKSONS Golfbuxur og pólóbol að verðmæti um 20.000 kr
3. sæti: Þorkell H. Diego, GR, 38 pkt. Hann hlaut í verðlaun DIDRIKSONS Golfbuxur að verðmæti 13.000 kr.
Nándarverðlaun:
2. Braut = Ómar Örn Friðriksson 1,68 m
6. Braut= Erling Adolf Ágústsson 4,98 m
11. Braut = Sindri Þór Jónsson 1,08 m
17. Braut = Rafnar Hermannsson 1,27 m
Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með miðvikudeginum 2. maí. Skrifstofan er opinn frá kl.9:00 til 16:00 alla virka daga.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)