GR: Skemmtikvöld GR-kvenna 2015
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt:
„Það er komið að því að krýna púttmeistara ársins 2015 í Cross-púttmótaröðinni. Við höfum sýnt að við erum til alls líklegar. Nú þéttum við hópinn enn frekar, eigum góða stund saman, borðum góðan mat, skálum og gleðjumst og mætum óvæntum uppákomum.
Tímasetning: föstudagur 13.mars 2015
Staðsetning: Golfskálinn Grafarholti
Húsið opnar kl.19:00 með fordrykk
Glæsilegur þriggja rétta málsverður a la Sigrún og hennar frábæra fólk:
Fordrykkur að hætti hússins
Forréttur
Djúpsteiktur camenbert með rifsberjahlaupi, fersku salati og hunangshnetum
Aðalréttur
Lambahryggsvöðvi með rótarmusse, graskersstrimlum og pipargljáa
Eftirréttur
Volg súkkulaðikaka með karamellu og þeyttum rjóma
kaffi / te
… og dagskráin er glæsileg að vanda:
– Púttmeistari 2015 krýndur.
– Golfdívurnar Anna Björk og Adda Steina slá á létta strengi…í orðsins fyllstu
– Dúettinn September með þeim Birgi Steini og Eyþóri Úlfari heldur uppi stuði
– Tískusýning á gæðagolffatnaði frá Cross
– Dregið úr skorkortum.
Frábær skemmtun þar sem hláturtaugar eru kitlaðar og söngurinn kyrjaður að ekki sé talað um það sem okkur konum finnst skemmtilegast, jú, skoða nýjustu golftískuna frá Cross og kannski verða góð tilboð á flottum flíkum.
Ekki missa af frábærri skemmtun, skemmtilegum félagsskap og góðum mat !
Miðaverð er það sama og síðustu ár, aðeins kr 6500
Skráning stendur yfir til 9.mars á netfangi Ragnheiðar nefndarkonu, rhgustafs@gmail.com
Vinsamlega leggið inná reikning GR kvenna
kr 6.500 – reikn. 0130 05 062095 – kt 070456-5919
með kvittun á rhgustafs@gmail.com fyrir mánudaginn 9.mars.
Koma svo, allar saman nú!
Þéttum hópinn og gleðjumst saman
Hlökkum til að sjá ykkur
kv kvennanefndin.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
