GR: Skemmtikvöld GR-kvenna haldið 12. mars n.k.!
Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt frá kvennanefnd GR:
„Skemmtikvöldið okkar GR kvenna verður haldið laugardaginn 12.mars nk í Korpunni.
Við höfum sýnt það að við erum til alls líklegar. Nú þéttum við hópinn og mætum allar sem ein og slúttum púttkeppninni með stæl og hitum upp fyrir sumarstarfið um leið.
Dagskráin er glæsileg að vanda:
Húsið opnar kl.19:30 með fordrykk.
Glæsilegur indverskur málsverður að hætti Hödda og hans frábæra fólks.
Veislustjórn er í höndum hinnar síkátu Hrafnhildar Halldórsdóttur, golfskvísu, skiðadrottingar og útvarpskonu og hinn eini sanni Eyfi …og við reiknum með Nínu líka, slær á létta strengi og kyndir undir stemninguna.
Púttmeistari 2016 krýndur og auðvitað erum við hinar í pottinum líka því dregið verður úr fjölda skorkorta … og við höldum áfram að leika okkur, sú nýbreytni verður að þrautabrautum verður stillt upp fyrir þær sem vilja spreyta sig svo endilega kippið pútter og fleygjárni með ykkur. Það er sem sagt nóg um að vera á skemmtilegasta kvöldi vetrarins.
Ekki missa af frábærri skemmtun, skemmtilegum félagsskap og góðum mat !
Miðaverð er það sama og undanfarin ár, aðeins kr 6500
Skráning er hafin og stendur yfir til 10. mars hjá Eygló gjaldkera á netfanginu: amarejon@gmail.com
Vinsamlega leggið inná reikning GR kvenna: 323 – 13 – 169798, kt 300655-4919 með kvittun á amarejon@gmail.com
Koma svo, allar saman nú! Þetta verður stuð og gaman.
Kær kveðja,
Kvennanefndin„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
