Sigurvegarar á Íslandsmóti unglinga í stelpuflokki, f.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR; Saga Traustadóttir, Íslandsmeistari í höggleik í stelpuflokki og Eva Karen Björnsdóttir, GR, í 3. sæti. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 18:15

GR: Saga Traustadóttir sigraði í telpnaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár.

Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 3 í telpnaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum.

Keppnisform var punktakeppni.

Sigurvegarinn er Saga Traustadóttir, GR, en hún fékk 36 punkta á Korpunni.  Reyndar voru allir keppendurnir 3 í þessum flokki úr GR!!! 🙂

Saga hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en allar í telpnaflokknum hlutu verðlaun!

Reyndar tók Saga ekki verðlaunin fyrir flesta punkta í telpuflokki, þau hlaut Eva Karen, því Saga tók verðlaunin fyrir að vera á besta skori kvenna í allri keppninni, lék Korpuna á glæsilegum 75 höggum!

Úrslit í flokki telpna 15-16 ára var eftirfarandi:

1 Saga Traustadóttir GR 3 F 16 20 36 36 36
2 Eva Karen Björnsdóttir GR 5 F 16 14 30 30 30
3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 9 F 16 12 28 28 28