Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2015 | 07:00

GR: Rut, Ásgerður, Elías og Sigurjón sigruðu í Opna Örninn

Opna Örninn golf mótið var haldið á Korpúlfsstaðavelli í gær, 3. ágúst í blíðskapa veðri. Fjöldi þátttakenda í mótinu voru 175 kylfingar að þessu sinni. Sá hluti Korpúlfsstaðavallar sem leikinn var í mótinu var Sjórinn og Áin. Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og fyrir besta skor í karla og kvennaflokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín í Örninn Golfverslun að Bíldshöfða 20 frá og með þriðjudeginum 4. ágúst. Opnunartími er eftifarandi: Virka daga frá 10:00 til 18:00 og á laugardögum er opið frá kl.11:00 til 16:00. Lokað er á sunnudögum.

Úrslit í Opna Örninn golf mótinu má sjá hér að neðan:

Karlaflokkur – Punktakeppni:
1. sæti: Elías Beck Sigurþórsson GR 42 punktar (24 punktar á seinni 9)
2. sæti: Sigurþór Þórólfsson GR 42 punktar (23 punktar á seinni 9)
3. sæti: Jón Karl Ólafsson GR 41 punktur

Kvennaflokkur – Punktakeppni:
1. sæti: Rut Aðalsteinsdóttir GR 41 punktur
2. sæti: Kristín Dagný Magnúsdóttir GR 38 punktar (18 punktar á seinni 9)
3. sæti: Sonja Ingibjörg Einarsdóttir GM 38 punktar (17 punktar á seinni 9)

Besta skor karla:
1. sæti: Sigurjón Arnarsson GR 70 högg (-2)

Besta skor kvenna:
1. sæti: Ásgerður Sverrisdóttir GR 81 högg

Nándarverðlaun:
3. braut: Ellert Þór Magnason GR – 1,75 m
6.braut: Kristján Ólafur Jóhannesson GR – 1,24 m
9. braut: Sigurþór Jónsson GK – 1,04 m
13. braut: Björn Ragnar Björnsson GKG– 1,23 m
17. braut: Lárus Þórarinn Árnason GR – 56 cm