GR: Ragnhildur, Patrekur, Ingvar Andri, Böðvar og Dagbjartur efst eftir 3. púttmót barna og unglingastarfs GR
Þriðja mótið á púttmótaröð barna- og unglingastarfs GR fór fram s.l. helgi.
Alls fara fram 6 mót og gildi 3 bestu skor.
Staðan er sú eftir 3 spilaðar umferðir í flokki 16 ára og eldri að Ragnhildur Kristinsdóttir og Patrekur Ragnarsson eru efst, bæði með samtals 89 pútt; Ragnhildur (32 28 29) og Patrekur (31 29 29). Þátttakendur í flokki 16 ára og eldri eru 11.
Sjá má heildarúrslit í flokki 16 ára og eldri eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR:
Í flokki 13-16 ára er staðan sú að Ingvar Andri Magnússon er efstur af 6 þátttakendum á samtals 90 púttum (31 29 30).
Sjá má heildarúrslit í flokki 13-16 ára eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR:
Í flokki 12 ára og yngri eru efstir eftir 3 spilaðar umferðir á púttmótinu þeir Böðvar Pálsson og Dagbjartur Sigurbrandsson, báðir á samtals 92 púttum, hvor; Böðvar (33 28 31); Dagbjartur (33 30 29). Alls eru 15 þátttakendur í flokki 12 ára og yngri.
Sjá má heildarúrslit í flokki 12 ára og yngri eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR:
Staðan er jöfn og spennandi og enn 3 púttmót eftir, þannig að það er ekki of seint fyrir neinn að byrja næsta sunnudag, en 3 bestu skor af 6 telja!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
