Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 09:00

GR: Ragnhildur og Guðmundur Ágúst klúbbmeistarar GR 2017

Það eru Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem eru klúbbmeistarar GR 2017.

Meistaramót GR fór fram dagana 2.-8. júlí og lauk í gær.

Ragnhildur vann meistaraflokkinn nokkuð örugglega á samtasl 308 höggum; átti 8 högg á Höllu Björk Ragnarsdóttur sem varð í 2. sæti á samtals 316 höggum.

Í 3. sæti í meistaraflokki kvenna varð Eva Karen Björnsdóttir en hún lék á samtals 325 höggum.

Klúbbmeistari í karlaflokki í GR var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, en hann lék á samtals 285 höggum og átti 7 högg á þá Ingvar Andra Magnússon og Jóhannes Guðmundsson sem urðu í 2. sæti á 292 höggum.

Sjá má úrslit í öllum flokkum í Meistaramóti GR 2017 með því að SMELLA HÉR: