Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2016 | 07:00

GR: Ragnhildur og Arnór Ingi klúbbmeistarar 2016

Meistaramóti GR 2016 lauk í gær, 9. júlí 2016 og endaði með bráðabana á milli þriggja kylfinga, því er óhætt að segja að keppnin hafi verið spennandi.

Þeir sem háðu bráðabanann voru Arnór Ingi Finnbjörnsson, Stefán Már Stefánsson og Einar Snær Ásbjörnsson en þeir voru allir jafnir á 295 höggum eftir fjóra hringi.

Arnór Ingi sigraði svo bráðabana eftir að hafa leikið 18. brautina tvisvar.

Arnór Ingi

Arnór Ingi klúbbmeistari GR

Sigurvegari í meistaraflokki var Ragnhildur Sigurðardóttir en hún er margfaldur klúbbmeistari kvenna.

Þess má geta að þetta er 3. meistamótstitill Ragnhildar í röð en hún er klúbbmeistari kvenna í GR tvö undanfarin ár 2014 og 2015 fjölmargra annarra ára.