Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 21:15

GR: Púttmótaröð GR kvenna hefst 19. janúar n.k. !!! – Allar að mæta!!!

Hér koma skilaboð frá kvennanefnd GR:

Kæru GR konur, gleðilegt nýtt ár.

Nú er starfið okkar að hefjast að nýju og að venju byrjum við á púttinu.

Púttmótaröð GR kvenna hefur göngu sína á Korpunni næsta þriðjudag, 19.janúar.

Sem fyrr samanstendur mótaröðin af átta púttkvöldum þar sem spilaðir eru tveir 18 holu hringir og telur sá betri hvert kvöld. Fjórir bestu hringirnir af öllum telja til Púttmeistara GR kvenna 2016 sem verður krýndur á veglegu skemmtikvöldi um miðjan mars.

Mótsgjaldið er kr 4000 fyrir öll 8 kvöldin sem greiðist þegar mætt er á fyrsta kvöldið. Við erum ekki með posa svo vinsamlega takið með ykkur aur.

Húsið opnar kl.17.30 og er hægt að koma og spila fram til kl. 21:00

Við hvetjum allar GR konur til að dusta rykið af kylfunum sínum og mæta í Korpuna á þriðjudagskvöldum og koma sveiflunni í gang fyrir sumarið og um leið hitta kærar golfvinkonur og kynnast nýjum félögum sem við hvetjum sérstaklega til að mæta.

Heitt á könnunni og eitthvað meira til að maula og mönsa ásamt óvæntum uppákomum.

Hlökkum til að sjá ykkur á Korpunni á þriðjudögum frá kl. 17.30 – ca. 21:00

Kvennanefnd GR

Anna Lilja, Björk, Elín Ágríms, Elín Sveins, Elísabet, Elva, Eygló, Ragnheiður og Sandra.