Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2012 | 14:00

GR: Púttmótaraðir GR-kvenna og karla hefjast 18. og 19. janúar n.k.

Á heimasíðu GR eru eftirfarandi fréttir:

GR-KONUR:  „Nú er nýtt starfsár kvennanefndar að hefjast og eins og áður verður byrjað á Púttmótaröðinni. Púttað verður 8 miðvikudaga í röð, fyrsta   mótið verður 18.janúar!! Húsið opnar kl. 18.30 og púttað verður í 2 hópum (seinni hópurinn byrjar um kl. 20)

Þið ráðið hvorn tímann þið veljið. Nýja kvennanefndin er skipuð eftirtöldum kylfingum:
Elín Sveinsdóttir formaður  ellasveins@gmail.com
Eygló Grímsdóttir gjaldkeri   eyglo@lysing.is
Lilja Viðarsdóttir ritari
Anna Lilja Pálsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Erla Björk Þorgeirsdóttir
Halldóra Þorgilsdóttir
Margrét Eyrún Birgisdóttir
Sandra Margrét Björgvinsdóttir
Stella María Vilbergs
Kvennanefnd 2011 þakkar fyrir góðar stundir innan vallar sem utan og   hlakkar til áframhaldandi skemmtistunda með GR konum.Bestu kveðjur, Anna Björk, Vala, Ingunn, Guðrún Ýr, Berglind, Hlín  Elfa og Helena.“

Bestu pútterar GR árið 2011. Mynd: grgolf.is

GR-KARLAR: 
„Púttmótaröðin hefst fimmtudaginn 19. janúar frá kl. 18:30 og stendur yfir í 10 vikur. Að venju fer mótaröðin fram á Korpúlfsstöðum. Sex bestu umferðirnar af tíu telja.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.

Einstaklingskeppnin:
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld.

Liðakeppnin: Þrír leikmenn skipa hvert lið og spila allir 36 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum.

Einnig er hægt að hafa 4 í liði ef það hentar betur, en hvert kvöld telja einungis 3 leikmenn, og skal það upplýst hverjir telja það og það kvöldið áður en leikur hefst.

Mótsgjaldið er kr. 3000, sem leikmenn greiða fyrsta kvöldið í peningum.

Lokakvöldið verður 22. mars og verður verðlaunaafhending að loknu móti og einnig boðið uppá léttar veitingar að venju.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 898 3795.
Bestu kveðjur,

HBK, mótstjóri.“

Heimild: grgolf.is