GR: Púttmót karla hefst 16. janúar n.k.
Púttmót GR-karla hefst fimmtudagskvöldið 16. janúar frá kl. 17:30 og stendur yfir í 10 vikur. Lokakvöldið að þessu sinni verður svo á föstudagskvöldið 21. mars.
Sex bestu umferðirnar af tíu telja.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.
Einstaklingskeppnin:
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld.
Liðakeppnin:
Þrír leikmenn skipa hvert lið og spila allir 2×18 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum af sex.
Einnig er hægt að hafa 4 í liði ef það hentar betur, en hvert kvöld telja einungis 3 leikmenn, og skal það upplýst hverjir telja, það og það kvöldið, áður en leikur hefst.
Mótsgjaldið er kr. 3000, sama og í fyrra, sem leikmenn greiða fyrsta kvöldið í peningum.
Lokakvöldið verður svo föstudagskvöldið 21. mars, eins og áður segir og verður verðlaunaafhending að loknu móti. Nánari útfærsla á lokakvöldinu er enn í nefnd og verður kynnt síðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 898 3795.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
