Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 13:00

GR: Nýr ljósmynda- og safnvefur tekinn í notkun

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tekið í nýtt vefsvæði, www.golfmyndir.is, sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Nýja vefsvæðið mun geyma ljósmyndir, bréf og annan fróðleik um starfsemi klúbbsins í 80 ára sögu hans. Hægt er að fara inn á vefsvæðið, með því að ýta á tengilinn hér að neðan.
Vefnum er skipt í átta hluta og hægt er að fletta upp í ljósmyndum eftir árum og nota leitorð til að finna efni á vefnum. Þá er á vefnum ljósmyndasöfn fjölmargra félaga í klúbbnum. Á vefsvæðinu eru ítarlegar upplýsingar um golfvelli klúbbsins, hægt er að lesa sér til í Tímaritinu Kylfingi (sem ekki kemur lengur út), skoða myndskeið frá gömlum Íslandsmótum og kennslumyndbönd.

Frosti B. Eiðsson hefur haft veg og vanda af uppsetningu vefsins. Söfnun mynda, flokkun og greining ljósmynda hefur verið í höndum Frosta og Elíasar Kárasonar, en skipuleg söfnun hófst fyrir tæpum fimm árum. Tilgangurinn með vefnum er að gefa félögum GR og öðrum sem áhuga hafa, tækifæri til að kynna sér sögu klúbbsins, en jafnframt að halda til haga sögulegum ljósmyndum, sem annars er hætt við að hefðu endað í glatkistunni. Stærstur hluti ljósmynda sem birtar eru á vefnum, eru úr geymslum klúbbsins á Korpúlfsstöðum og á Borgarskjalasafninu, auk þess sem fjöldi mynda kom frá einstaklingum.