GR: Meistaramót GR 2015
Á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt:
„Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2015 fer fram dagana 5.-11. júlí. Leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 5. júlí til þriðjudagsins 7. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3.flokkur karla og kvenna, 4.flokkur karla og 5.flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu.
Miðvikudaginn 8. júlí til laugardagsins 11. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.
Allar upplýsingar um Meistaramót GR verða að finna á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir Meistaramót GR þegar nær dregur sumri.
Kappleikjanefnd áskilur sér rétt til breytinga áður en skráning í mótið hefst en dagsetningar halda sér.
Nánari upplýsingar veitir Ómar Örn á netfangið omar@grgolf.is
Hér að neðan má sjá forgjafarflokka Meistaramóts Golfklúbbs Reykjavíkur 2015
Karlar
Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: fgj. 4,5-10,4
2.flokkur karla: fgj. 10,5-15,4
3.flokkur karla: fgj. 15,5-20,4
4.flokkur karla: fgj. 20,5-27,4
5.flokkur karla: fgj. 27,5-36
Konur
Meistaraflokkur kvenna: fgj. 0-10,4
1.flokkur kvenna: fgj. 10,5-17,4
2.flokkur kvenna: fgj. 17,5-24,4
3.flokkur kvenna: fgj. 24,5-31,4
4.flokkur kvenna: fgj. 31,5-40
Hægt er að skoða myndir frá Meistaramóti GR 2014 með því að smella hér.
Mynd: Verðlaunahafar í Meistaramóti GR 2014
Golfklúbbur Reykjavíkur“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
