Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:30

GR: Meistaramót fer fram 3.-9. júlí 2016

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 fer fram dagana 3.-9. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 3. júlí til þriðjudagsins 5. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3. flokkur karla og kvenna, 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu.

Miðvikudaginn 6. júlí til laugardagsins 9. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.

Allar upplýsingar um Meistaramót GR verða að finna á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir Meistaramót GR þegar nær dregur sumri.

Kappleikjanefnd áskilur sér rétt til breytinga áður en skráning í mótið hefst.

Hér fyrir neðan má sjá forgjafarflokka Meistaramóts Golfklúbbs Reykjavíkur 2016.

Karlar
Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: fgj. 4,5-10,4
2.flokkur karla: fgj. 10,5-15,4
3.flokkur karla: fgj. 15,5-20,4
4.flokkur karla: fgj. 20,5-27,4
5.flokkur karla: fgj. 27,5-36

Konur
Meistaraflokkur kvenna: fgj. 0-10,4
1.flokkur kvenna: fgj. 10,5-17,4
2.flokkur kvenna: fgj. 17,5-24,4
3.flokkur kvenna: fgj. 24,5-31,4
4.flokkur kvenna: fgj. 31,5-40
Golfklúbbur Reykjavíkur