GR: Marólína efst e. 6. umferð í púttmótaröð GR-kvenna
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) má lesa eftirfarandi frétt:
„Um eitthundrað konur létu sig ekki vanta á sjötta púttkvöldi GR kvenna í Crosspúttmótaröðinni enda fer nú skiptunum fækkandi til að slá um sig á Korpunni í keppninni um púttmeistara GR kvenna.
Völlurinn [á 6. púttmótinu] var þröngur og langur og máttu púttarar vara sig á að rekast ekki í næsta kylfing eða labba þvert yfir púttlínu eins og dæmi voru um en allt fór þó vel.
Besta skor kvöldsins var 28 högg og það áttu Marólína [Erlendsdóttir] og Helga [Hilmarsdóttir] en þær tróna einmitt á toppnum í tveimur efstu sætunum. [Marólína er í efsta sæti með samtals 110 pútt – Helga er í 2. sæti með samtals 113 pútt]. Örfá högg skilur á milli efstu sæta og allt getur gerst, það þarf ekki nema einn draumahring og staðan getur gjörbreyst.
Nú fer að síga á seinni hlutann, aðeins 2 kvöld eftir og þar sem við vitum að á meðal GR kvenna eru mjög svo listrænar konur þá höfum við ákveðið að efna til markaðskvölds síðasta púttkvöldið okkar, þann 10.mars. Þá gefst konum gott færi á að kynna vörur sínar og við hinar sem eru skemmra komnar á listabrautinni fáum að skoða hvað miklar hæfileikakonur eru í hópnum og dást að fallegri hönnun þeirra.“
Til þess að sjá stöðuna eftir 6. umferð á púttmótaröð GR-kvenna SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
