Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 08:00

GR: Margrét Geirsd. best í 3. umferð púttmóta- raðar GR-kvenna – Nanna Björg Lúðvíksd. með besta heildarskorið e. 3 umferðir

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi um 3. umferð Cross púttmótaraðar GR-kvenna:  

Það var flott stemmning fyrsta þriðjudag í febrúar þegar rúmlega 120 GR konur mættu til leiks í þriðja púttkvöld Cross púttmótaraðar GR kvenna. Greinilegt að farið er að birta til í hugum kylfinga klúbbsins um leið og daginn er tekið að lengja.

Frábær mæting, skemmtilegur völlur, flott skor og góður kaffisopi með hjónabandssælu gerði kvöldið ánægjulegt. Besta skorið átti Margrét Geirsdóttir sem fór völlinn á 27 höggum. Þær tróna á toppnum stöllurnar Nanna Björg og Marólína og aðeins 4 högg skilja að fyrsta og tíunda sætið og því alveg ljóst að spennan verður mikil á næstu vikum og allt getur gerst þegar 5 skipti eru eftir.

Nú liggur fyrir að skemmtikvöldið okkar þar sem púttmeistari GR kvenna er krýndur verður haldið föstudaginn 13.mars í Grafarholtinu. Endilega takið daginn frá. Það hefur myndast skemmtileg stemmning á þessum skemmtikvöldum undanfarin ár þar sem konur hafa eflt vinskapinn og þétt raðirnar.

Það verður æ erfiðara með hverju árinu að herja á fyrirtæki í leit að vinningum fyrir mótin okkar og því væri gott að fá aðstoð í að efla tengslanetið. Ef einhver ykkar er í aðstöðu til að greiða götu okkar í vinningasöfnun er það vel þegið.

Við minnum líka á að við erum á Facebook undir heitinu „GR konur“. Þær sem ekki eru þar ættu að biðja um aðgang.

Einnig birtast fréttir á heimasíðu GR: www.grgolf.is  og ef þið vitið um einhverja sem er ekki að fá póst frá okkur þá endilega bendið á netfangið ellasveins@gmail.com og við bætum viðkomandi strax í hópinn.

Meðfylgjandi er skorið og staðan eftir þrjú púttkvöld

Sjáumst næsta þriðjudag

kær kveðja
kvennanefndin.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. umferð  Cross púttmótaraðar GR kvenna – SMELLIÐ HÉR:  3. umferð.