GR: Kvennalið GR varð í 9. sæti á EM golfklúbba
Evrópumeistaramóti golfklúbba lauk á Pravets golfvellinum í Búlgaríu núna um helgina, kvennasveit GR endaði í 9. sæti í keppninni en þær léku samtals á 23 höggum yfir pari. Lokahringinn léku þær á 6 yfir pari.
Liðið var skipað þeim Höllu Björk Ragnarsdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Berglindi Björnsdóttur og töldu tvö bestu skor liðsins alla dagana. Halla Björk lék þó ekki með seinustu tvo dagana og því töldu skor Ragnhildar og Berglindar þá daga.
Ragnhildur Kristinsdóttir lék vel í mótinu en hún endaði sjálf í 17. sæti í einstaklingskeppninni á 6 höggum yfir pari. Flott spilamennska hjá stelpunni ungu sem varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í sumar.
Racing Club de France fór með sigur af hólmi í mótinu en þær léku frábært golf alla dagana og komu inn á 18 höggum undir pari.
Lokastöðuna í mótinu má sjá með því að SMELLA HÉR:
Texti: Frétt á grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
