Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 16:30

GR: Jóhann Halldór Sveinsson efstur e. 8 umf. í Ecco-púttmótaröð GR-karla

Það er Jóhann Halldór Sveinsson, sem trónir á toppnum eftir 8 umferðir í Ecco-púttmótaröð GR-karla.

Alls hafa 206 karlar tekið þátt í Ecco-púttmótaröð GR-karla.

Nú eru bara tvær umferðir eftir; önnur verður spiluð fimmtudaginn 10. mars n.k. og sú síðasta vikuna þar á eftir.

Spilaðir eru 2 hringir hvert sinn.  72 pútt = tvípútt á öllum holum  –

Skor eins og Jóhann Halldór náði í síðustu umferð 3. mars s.l. þýðir 21 einpútt (eða jafnað niður á hringi þýðir það 10 og 11 einpútt á hring, sem er stórglæsilegur árangur!!!)

Staða efstu manna í Ecco-púttmótaröðinni er eftirfarandi:

1 sæti Jóhann Halldór 55 55 60 57 59 56 55 51

2 sæti Jón Þór Einarsson  55 62 54 57 58 56 54 60

3 sæti Magnús Guðmundsson 60 57 56 58 55 61 54 60

Sjá má stöðuna í heild á heimasíðu GR eða með því að SMELLA HÉR: