GR: Ingvar Andri Magnússon hlýtur háttvísibikarinn
Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig.
Ingvar Andri Magnússon hlýtur viðurkenninguna í ár en Ingvar er margfaldur Íslandsmeistari í golfi í unglingaflokkum og hefur unnið sér inn sæti í unglingalandsliði karla með árangri sínum. Ingvar uppfyllir allar þær væntingar sem gerðar eru til þeirra leikmanna sem hjóta þessa viðurkenningu frá klúbbnum hann er því verðugur fulltrúi og handhafi Háttvísibikars klúbbsins og óskar klúbburinn honum hjartanlega til hamingju.
Stutt yfirferð yfir árangur Ingvars á árinu 2014
-valinn í afrekshóp GSÍ, afrekskylfingur samkvæmt forgjafarviðmiðum GSÍ
-var í verðlaunasæti á 5/6 mótum Íslandsbankabankamótaraðarinnar
-varð í 5.sæti á Finnish International Junior Championship
-Klúbbmeistari GR í flokki 13-14 ára
-Setti vallarmet á 80 ára afmælismóti GR, 69 högg af bláum teigum (Landið/Áin)
-Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 ára og yngri
-Sigurvegari Unglingaeinvígisins í Mosó annað árið í röð og sá fyrsti til að sigra tvisvar.
-Stigameistari GSÍ 14 ára og yngri
-verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á lokahófi barna- og unglingastarfs GR
Er þetta í 11 skipti sem bikarinn er afhentur og þeir sem hafa áður fengið útnefninguna eru eftirfarandi leikmenn.
2004 Þórður Rafn Gissurarson
2005 Hanna Lilja Sigurðardóttir
2006 Guðni Fannar Carrico
2007 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2008 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2009 Andri Þór Björnsson
2010 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2011 Sunna Víðisdóttir
2012 Ragnhildur Kristinsdóttir
2013 Saga Traustadóttir
2014 Ingvar Andri Magnússon
Golf 1 óskar Ingvari Andra til hamingju með Háttvísibikarinn 2014.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
