Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:00

GR: Inga Jóna efst e. 3. púttmót GR-kvenna – Steinunn Sæmunds á besta skori í 3. mótinu

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt:

Það var hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á þriðja púttkvöldi vetrarins á Korpunni í gær, miðvikudaginn 3. febrúar 2016.

Langar brautir og aðrar styttri með ótreiknanlegum brotum gerðu mörgum okkar skráveifu á meðan aðrar rúlluðu upp góðu skori. Steinunn Sæmunds fór völlinn á fæstum höggum eða 27 og raðaði sér með því á meðal þeirra efstu en breyting varð á toppsætum eftir kvöldið í kvöld. Á toppnum eftir þrjá hringi er Inga Jóna Stefánsdóttir með samanlagt 87 högg og á eftir henni koma þær Auðbjörg Erlingsdóttir og Steinunn Sæmunds. Mjög mjótt er á munum þeirra sem á eftir koma og stefnir í spennu og rífandi gleði á næstu vikum.

Gaman er að sjá æ fleiri konur gefa sér tíma til að setjast niður og spjalla og í kvöld var kynning á sokkabuxum og nærfötum frá Sokkabuxnakonunni í Heildversluninni DEN sem margar höfðu áhuga á.

Við bendum ykkur á facebook síðuna okkar og netfang undirritaðrar (ellasveins@gmail.com) ef þið viljið koma einhverju á framfæri

Næsta þriðjudag fer fjórða púttkvöldið fram, vonumst til að sjá ykkur sem flestar þar.

Meðfylgjand er skor 3 pútts og staðan að loknum þremur hringjum.

Kær kveðja
Kvennanefndin