Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 17:30

GR: Gunnar Smári Þorsteinsson sigraði í piltaflokki í 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár.

Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 9 í piltaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum.

Keppnisform var punktakeppni.

Sigurvegarinn er Gunnar Smári Þorsteinsson, en hann fékk 38 punkta á Korpunni.

Gunnar Smári hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun.

Úrslit í flokki pilta 17-18 ára var eftirfarandi:

1 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 4 F 19 19 38 38 38
2 Elís Rúnar Elísson GKJ 10 F 18 18 36 36 36
3 Þorvaldur Breki Böðvarsson GR 11 F 19 15 34 34 34
4 Arnór Harðarson GR 6 F 18 15 33 33 33
5 Daði Valgeir Jakobsson GBO 9 F 20 11 31 31 31
6 Jón Frímann Jónsson GR 9 F 14 15 29 29 29
7 Þorsteinn Orri Eyjólfsson GKJ 14 F 18 10 28 28 28
8 Bragi Arnarson GKJ 8 F 15 12 27 27 27
9 Daníel Andri Karlsson GKJ 9 F 12 13 25 25 25