GR: Feðginin Guðni og Heiða sigruðu á styrktarmóti Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns – Ingvar Andri fór holu í höggi!!!
Í gær, laugardaginn 11.október var haldið Styrktarmót Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns á Korpúlfsstaðavelli. Þau eru að berjast um að komast á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólafía hefur þegar keppt í einu móti á LET Access tour og náði þar glæsilegum árangri og er að undirbúa sig fyrir keppni á úrtökumótum. Þórður sýndi snilldartilþrif þegar hann vann sérinn rétt til að leika á öðru stigi úrtökumóta fyrir Evróputúrinn.
Spilað var tveggja manna scramble og ræst var út á öllum teigum klukkan 11. Um hundrað manns tóku þátt, styrktu krakkana og spiluðu í fallegu haust veðri.
Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun.
Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Guðni Vignir Sveinsson GS og Heiða Guðnadóttir GKJ 61 nettó
2. Ingvar Andri Magnússon GR og Sigurður Már Þórhallsson GR 63 nettó
3. Sæmundur Pálsson GR og Ögmundur Máni Ögmundsson GR 65 nettó
Nándarverðlaun:
3.braut: Ingvar Andri Magnússon GR 1,13 m
6.braut: Haraldur Á Hjaltason GK 0,01 cm
9.braut: Þorsteinn R Þórsson GKG 1,79 cm
13.braut: Ingvar Andri Magnússon GR hola í höggi
17.braut: Gestur Sæmundsson GKG 3,59 m
Ingvar Andri Magnússon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut.
Golf 1 óskar Ingvari Andra innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Haraldur Á Hjaltason náði næstum því að fara holu í höggi, var 0,01 cm frá.
Ólafía Þórunn og Þórður Rafn þakka keppendum kærlega fyrir að koma í styrktarmótið og styðja við bakið á sér. Ykkar stuðningur er mikils metinn. Vonandi skemmtuð þið ykkur vel og nutið dagsins í þessu fallega haust veðri.
Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna á skrifstofu GR sem staðsett er á Korpúlfsstöðum. Hægt er að nálgast vinninga frá og með mánudeginum 13.október. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.9:00 til 16:00.
Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá úrslitin í styrktarmóti Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

