Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 10:30

GR: Eiríkur Guðmundsson er púttmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2012

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur er eftirfarandi frétt:

Eiríkur Guðmundsson er besti púttari klúbbsins, ég held að það sé ekki spurning, meistari annað árið í röð, tveimur höggum betri en Arnar Snær Hákonarson sem varð í öðru sæti en Arnar og félagar fóru hins vegar létt með liðakeppnina og spiluðu best allra í gær á 109 höggum.

Endanleg úrslit púttmótaraðarinnar fylgja þessum pistli í exel-skjali eins og venjan er.

Ósóttir vinningar

Dregið var úr nöfnum þátttakenda í lokin og gilti sú regla að þessu sinni að viðkomandi þurfti ekki að vera á staðnum eins og oft er og var því eitthvað um að menn voru farnir heim áður en dregið var.
Þeir sem eiga ósótt verðlaun eru:

1. Erlingur Hjaltested – forláta rauðvínsflösku
2. Rolf Hanson – Boltamerkjara og húfu
3. Árni Sörensen – Hálft dúsín Callaway-boltar
4. Hans Kristinsson – Hálft dúsín Callaway-boltar
5. Gunnar Ágústsson – Golfhringur í Nesklúbbnum
6. Gunnsteinn Skúlason – Gullkort í Básum + DVD
7. Haukur Sighvatsson – DVD + húfa
8. Hrafnkell Túliníus – Raincover
9. Gunnar Baldvinsson – Pizza frá Dominos
10. Frosti Eiðsson – Pizza frá Dominos
Til að nálgast verðlaunin er best að hringja í undirritaðan sem allra fyrst.

Að lokum vil ég þakka ykkur sem tóku þátt fyrir skemmtileg undanfarin fimmtudagskvöld og vona að ykkur gangi vel í golfinu í sumar.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
leturval@litrof.is
898 3795

Sjá lokastöðuna hér að neðan: