Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2016 | 09:45

GR: Dagbjartur Sigurbrandsson bestur Íslendinganna á Finnish Junior U16!

Það var GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson, sem stóð sig best íslensku unglinganna 16, sem þátt tóku 29. júní – 1. júlí 2016 á Finnish Junior U16 í Vierumäki í Finnlandi.

Hann landaði 3. sætinu í sínum flokki, 14 ára og yngri stráka.

Dagbjartur lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (74 75 77).

Ljóst er að Dagbjartur er gríðarlega efnilegur kylfingur og hefir hann verið að standa sig vel á mótum undanfarið.

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Dagbjart  með því að SMELLA HÉR: