Böðvar Bragi Pálsson GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2018 | 21:00

GR: Böðvar Bragi og Gerða Hammer sigruðu á Opna FJ

Opna FJ 2018 fór fram á Grafarholtsvelli í dag í sól og sumaryl. Ræst var út frá kl.8:00 og var þátttakan glæsileg enda um flott mót að ræða. Keppt var bæði í höggleik og punktakeppni í mótinu ásamt því sem frábær aukaverðlaun eru veitt þeim sem næstir voru holu á öllum par 3 og lengsta upphafshöggi á 3. Braut. Ásdís Valtýsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2.braut, glæsilega gert. Böðvar Bragi Pálsson spilaði á einu höggi undir pari, 70 högg og nældi sér í fyrsta sætið í höggleik. Í punktakeppni var það Gerða Kristín Hammer sem lenti í fyrsta sæti með 42 punkta.

Úrslitin úr mótinu voru eftirfarandi:

Höggleikur:

Böðvar Bragi Pálsson GR 70 högg
Björn Kristinn Björnsson GK 71 högg
Guðlaugur Rafnsson GJÓ 71 högg

Punktakeppni:

Gerða Kristín Hammer GG 42 punktar
Hans Adolf Hjartarson GR 41 punktur
Helga Þorvaldsdóttir GKG 40 punktar

Nándarverðlaun:
2. braut – Ásdís Valtýsdóttir – hola í höggi
6. braut – Guðjón Ómar Davíðsson 99 cm
11. braut – Magnús Ingi Stefánsson 97 cm
17. braut – Dagur Jónasson 3,42 cm

3. braut, lengsta upphafshögg – Patrekur Nordquist

Vinninga úr mótinu verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 7.ágúst.

Við þökkum kylfingum öllum fyrir þátttökuna á Grafarholtsvelli í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.