GR: Björn Víglundsson nýr formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Björn Víglundsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 4.desember. Björn var fyrst kosinn í stjórn GR árið 2005 og í framhaldinu varafomaður árið 2008 og hefur því starfað fyrir klúbbinn í um 9 ár. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með kjöri.
Mjög góð mæting var á aðalfund félagsins í ár og mætu á þriðja hundruð félagar sem eru góðar fréttir fyrir okkar félag.
Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins:
Formaður: Björn Víglundsson,
Aðalstjórn: Anna Björk Birgisdóttir, Ragnar Baldursson og Ólafur William Hand
Varastjórn: Elín Sveinsdóttir, Margeir Vilhjálmsson og Jón B. Stefánsson
Fyrir í aðalstjórn voru: Guðný Helga Guðmundsdóttir, Guðni Hafsteinsson og Gunnar Már Sigurfinnsson
Úr stjórn fóru: Jón Pétur Jónsson formaður, Helga Hilmarsdóttir, Magnús Oddsson og Viggó H. Viggósson
Félagsmönnum var kynnt starfsárið sem var að líða. Á starfsárinu var hagnaður að fjárhæð 37,7 millj. kr. og til samanburðar varð hagnaður árið á undan 4,0 millj. kr. Tekjur námu alls 371,1 millj. kr. samanborið við 347,4 millj. kr. á árinu 2013. Tekjur af félagsgjöldum hafa hækkað um 6,0% á milli áranna 2013 og 2014 og annaðist golfklúbburinn rekstur tveggja golfvalla árið 2014. Fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir 40 milljón króna hagnaði.
Í lok starfsárs voru félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur 2.897 og hafði þeim fækkað um þrjá frá árinu 2013. Þar af voru heiðursfélagar og félagar með fjaraðild 187 og hafði fækkað um 20 félaga frá fyrra ári. Félagar sem greiða fullt félagsgjald eru 2.710 en voru 2.693 árið 2013 og hefur þeim fjölgað um17.
Leiknir hringir á Grafarholtsvelli á árinu voru 24.062 hringir á móti 27.081 hring árið 2013 – eða sem nemur um 10% samdrætti á spili milli ára.
Spilaðir hringir á Korpu voru 30.540 hringir í 18 holu golfleik á móti 29.358 hringjum árið 2013. Í 9 holu spili voru leiknir 23.646 hringir á móti 16.090 árið 2013. Allt í allt voru leiknir hringir á Korpu 56.586 samanborið við 47.827 hringi árið 2013 eða um 20% fleiri.
Skráðir hringir á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur árið 2014 eru því 80.640 saman borið við 74.929 hringir árið 2013 eða sem nemur rétt um 8% aukningu.
Golfmót sumarsins fóru vel fram og miðað við veður var þátttaka með afbrigðum góð. Haldin voru 10 innanfélagsmót með samtals þátttöku 1.357 kylfinga á móti 1.442 árið 2013. Þar bar hæst meistaramót klúbbsins með þátttöku 526 kylfinga á móti 551 kylfing árið 2013.
Opin mót voru 11 talsins á móti 13 árið 2013 og þau sóttu 1.453 kylfingar á móti 1.528 árið á undan, en athuga ber að mótin 2013 voru tveimur fleiri, þ.e. 13 opin mót.
Gott jafnvægi er að myndast á milli valla, en nú voru haldin 17 mót á Korpunni á móti 15 í Grafarholti.
Endurreisn Grafarholts og uppbygging
Tom Mckenzi arkitekt hefur skilað lokadrögum að uppbyggingu sem og greinagerð um ástandið á vellinum og hvað okkur ber að gera til að rétta við og bæta vallaraðstæður og gæði. Allar þessar upplýsingar liggja núna fyrir á heimasíðu GR (Efst á forsíðu www.grgolf.is) og þegar birta tekur á ný verður kallaður saman hópur valinkunnra GR-inga til umræðu um skýrsluna og þær teikningar sem liggja fyrir.
Eftir þann fund þá verður haldinn opinn félagsfundur þar sem allt þetta ferli verður lagt fyrir sem og rætt spjaldanna á milli þannig að endaleg ákvörðun verði lögð fyrir aðalfund árið 2015 til samþykktar eða synjunar.
Aðalfundurinn samþykkti gjaldskrá félaga fyrir næsta ár, að tillögu stjórnar
Félagsmenn 21 – 66 ára verður 90.000 kr.
Félagsmenn 67 ára og eldri verður 66.300 kr.
Félagsmenn 18 – 20 ára verður 43.300 kr.
Félagsmenn 11 – 17 ára verður 30.600 kr.
Félagsmenn 10 ára og yngri verður 15.300 kr.
Hægt er að skoða skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins með því að smella á skjöl hér að neðan.
Mynd: Björn Víglundsson nýkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Tengd skjöl
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
