Arnar Snær Hákonarson, GR og klúbbmeistari GKB 2021
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 17:00

GR: Arnar Snær ráðinn í þjálfarateymi GR

Arnar Snær Hákonarson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir komandi tímabil. Arnar Snær, sem er á sínu lokaári í PGA golfkennaranámi á Íslandi, mun hefja störf nú þegar. Arnar Snær mun sjá um golfkennslu í Básum fyrir félagsmenn GR, hópa sem og aðra viðskiptavini. Með tilkomu Arnars Snæs er þjálfarateymi félagsins orðið glæsilegt en fyrir er það skipað þeim Inga Rúnari Gíslasyni, David Barnwell og Snorra Pál Ólafssyni.

Arnar Snær byrjaði að stunda golf 11 ára gamall og hefur um árabil leikið í mótaröð þeirra bestu á Íslandi, Eimskipsmótaröðinni. Hann spilaði með landsliði Íslands á EM 2011 og lenti í öðru sæti í Meistaramóti GR sama ár. Arnar Snær hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ með GR. Hann var einnig í liði GR sem náð hefur besta árangri í EM klúbba sem fram fór í Portúgal.

Nú geta félagsmenn GR og aðrir kylfingar bókað kennslu hjá Arnari Snæ með því að SMELLA HÉR: