Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2011 | 07:00

GR: Aðalfundur haldinn 5. desember n.k.

Eftirfarandi frétt er á heimasíðu GR:

„Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 05. desember kl. 20:00.

Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti
Dagskrá:
Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu.

1. Skýrsla formanns.
2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru.
5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld  fyrir næsta starfsár.
7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
9. Önnur málefni ef einhver eru.
Virðingarfyllst,
STJÓRN GR“