GR: 90 í skemmtilegri óvissuferð GR-kvenna
Á heimasíðu GR mátti lesa eftirfarandi um skemmtilega stemmningu í óvissuferð GR kvenna:
„Það var frábær stemmning þegar GR konur mættu til leiks í árlega óvissuferð sem farin var á dögunum.
Úr andlitum mátti fráleitt lesa erfiðan vetur enda var eins og þær spryngi út í blóma sínum á vellinum í Borgarnesi en einmitt þangað reyndist óvissuferðin stefna að þessu sinni.
Veðurguðirnir léku við okkar konur eins og lög klúbbsins gera ráð fyrir, struku þeim á vanga, yljuðu og vökvuðu þær inná milli, svona rétt til þess að minna á hnattstöðu Íslands. Að móti loknu tók starfsfólk Hótels Hamars á móti mannskapnum þar sem snæddur var dýrindis kvöldverður að hætti hússins. Það er full ástæða til að þakka staðarhöldurum hjá Golfklúbbi Borgarness og hjá Hótel Hamar kærlega fyrir allan þeirra góða viðurgjörning og hlýjar móttökur.
Þátttakan í ár var í samræmi við þann uppgang sem verið hefur undanfarið í kvennastarfinu, rúmlega níutíu konur mættu og skemmtu sér frábærlega í góðum félagsskap. Að þessu sinni nutu GR konur sérstaklega velvildar fyrirtækisins K.J. Kjartanssonar sem veitti verðlaun í þrjú efstu sætin í mótinu ásamt nándarverðlaunum og verðlaun fyrir lengsta teighögg.
Það er GR konum afskaplega mikilvægt að njóta stuðnings svona einkafyrirtækis sem klárlega gerir allt starf okkar léttara og hvetur okkur til dáða. Söfnun vinninga hin síðari ár hefur verið æ torveldari eftir því sem á hefur liðið og þess vegna var það okkur mikill happafengur að fá liðssinnis þessa góða fyrirtækis í ár.“
Úrslit í vormóti GR kvenna árið 2014 voru sem hér segir:
1.sæti – 42 punktar
Oddný Sigsteinsdóttir
Halldóra Sveinsdóttir
Rósa Stefánsdóttir
2. sæti – 40 punktar
Rut Aðalsteinsdóttir
Marólína Erlendsdóttir
Helga Friðrikdóttir
Guðný Eysteinsdóttir
3. sæti – 38 punktar
Rut Hreinsdóttir
Ragna Eyjólfsdóttir
Þórdís Bragadóttir
Signý Marta Böðvarsdóttir
Næstar holu:
2. braut – Oddný (2;63)
8. braut – Helga Friðriks (5,10)
10. braut – Helga Friðriks (3,49)
14. braut – Ástrós Þorsteins (3,90)
16. braut – Ingunn (1,91)
Lengsta teighögg á 18.braut
Sigrún Guðmundsdóttir
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
