Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Facebooksíða Unglingaeinvígisins
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2015 | 11:44

GR: Böðvar Páls, Ingvar Andri, Patrekur Ragnars og Ragnar Baldurs efstir á Púttmótaröð barna og unglinga og … foreldra

Það var frábær mæting á annan dag Púttmótaraðar barna-og unglinga og…foreldra í GR, sunnudaginn 1. febrúar 2015.

Flott skor þar sem Böðvar Páls, Ingvar Andri og Patrekur Ragnars eru á toppnum, hver í sínum aldursflokki en í foreldrahópnum leiðir Raggi Bald á besta skori dagsins, 25 höggum.

Mjótt er á munum í öllum flokkum og alveg ljóst að keppnin verður hörð og spennandi.

Það er alls ekki of seint að hefja leik. Fjórir bestu hringirnir telja og enn eru 6 skipti eftir og foreldrarnir með líka.

Sjáumst hress næsta sunnudag!

Sjá má stöðuna eftir 2 umferðir í púttmótaröð barna og unglinga í GR: