Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 08:00

GOV: Steindór Sveins fór holu í höggi!!!

Sá skemmtilegi atburður varð á Skálavelli á Vopnafirði hjá Golfklúbbi Vopnafjarðar (GOV), þann 14.júlí s.l. að formaður klúbbsins Steindór Sveinsson fór holu í höggi.

Þetta var á 7. braut vallarins, sem er sú stysta, par-3 97 metrar.

Slegið er að kletti í áttina að sjónum og var þetta hár og fallegur bolti sleginn með pitching wedge.

Þess má geta að völlurinn er í mjög góðu standi og er ekki annað hægt en að hvetja kylfinga til að koma og spila þennan fallega völl, sem Skálavöllur er.

Golf 1 óskar Steindóri innilega til hamingju með ásinn!!!