Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2016 | 19:00

GOS: Heiðrún Anna Hlynsdóttir Golfkona GOS 2016

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er Golfkona Ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2016.

Heiðrún spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel.

Heiðrún endaði á mótaröðinni í 4.sæti í flokki 15-16 ára stúlkna, en fjölmargar stúlkur kepptu í þessu flokki í sumar.

Heiðrún varð klúbbmeistari GOS í fyrsta skipi en Heiðrún var aðeins 15 ára þegar hún vann þann titil.

Heiðrún spilaði í sameiginlegu liði stúlkna 18 ára og yngri í Íslandsmóti golfklúbba með Dalvík og urðu þær í 3. sæti.

Heiðrún er mjög samviskusöm og metnarfullur kylfingur og eru þeir í GOS mjög stoltir af henni.

Golf 1 óskar Heiðrúnu Önnu til hamingju með titilinn Golfkona Ársins 2016 hjá GOS!