Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2017 | 22:00

GOS: Heiðrún Anna Hlynsdóttir golfkona ársins 2017

Heiðrún Anna Hlynsdóttir var valin golfkona ársins 2017 hjá GOS á Aðalfundi GOS.

Heiðrún spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig frábærlega í flokki 17 – 18 ára og endaði í 3 sæti.

Heiðrún spilaði í öllum mótum nema einu í Íslandsbankamótaröð GSÍ, Heiðrún spilaði mjög vel í öllum þessum mótum en hún endaði í verðlaunasæti í öllum mótunum.

Virkilega flottur árangur hjá henni á þessari sterku mótaröð sérstaklega þar sem hún var á yngra ári í flokknum.

Heiðrún varð klúbbmeistari GOS í annað skipti.

Heiðrún er mjög samviskusöm og metnaðarfullur kylfingur og eru þeir í GOS mjög stolt af henni.

Heiðrún var valin í byrjun árs í afrekshóp GSÍ, en því miður urðu engin landsliðsverkefni á þessu ári.

Golf 1 óskar Heiðrúnu til hamingju með titilinn!!!